„Þetta er stór dagur í starfi Náttúruskólans,“ sagði Helena Óladóttir verkefnisstjóri Náttúruskóa Reykjavíkur eftir að hafa dregið Grænafánann að húni. Fáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem Landvernd hefur umsjón með.

Ríflega 38 þúsund skólar í 50 löndum taka þátt í Grænfánaverkefninu með 10 milljónir nemenda. Tæplega 200 íslenskir skólar á öllum skólastigum vinna að því að fá Grænfánann eða eru þegar komnir með hann. „Árangurinn Náttúruskólans er fyrst og fremst þeirra sem starfa með skólanum og umhverfisnefnd skólans að þakka,“ sagði Helena.

Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar afhenti Grænfánann með þeim orðum að það væri þeim sérstaklega gleðilegt þar sem Náttúruskóli Reykjavíkur er samstarfsverkefni Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur, Menntasviðs Reykjavíkur, Leikskólasviðs Reykjavíkur, Skógræktarfélags Reykjavíkur og Landverndar.

Náttúruskólinn hóf störf í ágúst 2005 og er markmið skólans er m.a. að efla útikennslu í grunn- og leikskólum í Reykjavík. Náttúruskólinn hefur náð til 91% grunnskóla borgarinnar með einhverjum hætti og 60% leikskóla fengið einhverja fræðslu. Árið 2010 sóttu 308 kennarar námskeið hjá Náttúruskólanum.

Ljósmynd: Helena Óladóttir dregur Grænfánann að húni í Grasagarði Reykjavíkur á íslenska vistvæna stöng.

Birt:
14. júní 2011
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Náttúruskólinn flaggar Grænfánanum“, Náttúran.is: 14. júní 2011 URL: http://nature.is/d/2011/06/14/natturuskolinn-flaggar-graenfananum/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: