Öskjuhlíðardagurinn verður haldinn í fyrsta sinn laugardaginn 7. maí. Tilefni þess er að þá verður undirritað samkomulag um stofnun starfshóps sem ætlað er að móta samstarf Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Skógræktarfélags Íslands um útivistarsvæðið í Öskjuhlíð með það að markmiði að styrkja svæðið sem náttúruperlu, útivistar- og kennslusvæði. Starfshópnum er ætlað að móta tillögur um verkefni með eftirfarandi markmið að leiðarljósi:

  • Skógur: Að auka fjölbreytni í skógrækt og bæta umhirðu skógarsvæðisins.
  • Fræðsla: Að efla fræðslu og þekkingu almennings á náttúru og sögu Öskjuhlíðar, meðal annars í gegnum fjölbreytt skólastarf í Öskjuhlíð.
  • Rannsóknir: Að efla fjölbreyttar rannsóknir á svæðinu, þar á meðal notkun þess.
  • Útivist: Að efla lýðheilsu með því að bæta aðstöðu í Öskjuhlíð til fjölbreyttrar útivistar og hreyfingar.
  • Skipulag: Að skoða mögulegar breytingar á skipulagi svæðisins með tilliti til dvalarsvæða, stígatenginga o.s.frv.

Dagskrá:
Taktu þátt í ratleik í Öskjuhlíðinni, farðu í siglingu í Nauthólsvík, kynnstu Öskjuhlíðinni í skemmtilegum gönguferðum með leiðsögn, hlustaðu á Ragga Bjarna og Gleðisveit lýðveldisins, lærðu allt um vorverkin í  garðinum, að búa til moltu og farðu í sjósund í Nauthólsvík. Sjáðu stóra skógarsög að  verki, heimsæktu börnin í Barnaskóla Hjallastefnunnar og hlýddu á bestu ljóðskáld þjóðarinnar í skóginum í Öskjuhlíð.

Dagskrá og kort (pdf)


Rathlaup Heklu og Vals:
Rathlaupsfélagið Hekla og Knattspyrnufélagið Valur standa fyrir rathlaupi í Öskjuhlíðinni. Boðið verður upp á tvær hefðbundnar rathlaupsbrautir, langa og miðlungslanga. Brautirnar eru útbúnar stafrænum tímatökubúnaði frá SPORTident og geta þátttakendur valið að fara eina eða báðar brautirnar. Þá verður boðið upp á braut fyrir börn og fjölskyldur. Brautin er stutt og lögð þannig að auðvelt er að fara með barnavagna um hana.

Skráning í rathlaupið


Leiðirnar:
Ratar þú illa um Öskjuhlíð? Ef svo er geturðu nálgast hvorki meira né minna en þrjú kort af Öskjuhlíðinni. Það ætti að koma þér áleiðis í rathlaupinu.

Létt leið (pdf) Kort yfir léttu leiðina er sýnt hér með greininni.

Miðlungs leið (pdf)


Löng leið (pdf)

Birt:
5. maí 2011
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Öskjuhlíðardagurinn á laugardaginn “, Náttúran.is: 5. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/05/oskjuhlidardagurinn-laugardaginn/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: