Umræðan á Íslandi hefur snúist um að á Íslandi sé fullkominn jarðvegur til að innleiða rafmagnsbíla þar sem fámenn, vel menntuð þjóð með ríkar endurnýjanlegar náttúruauðlindir til framleiðslu á ódýrustu raforku  Evrópu veiti grundvöllin fyrir innleiðingu á fyrsta rafmagnsbílaflota heims.  Spurningunni hefur hins vegar ekki verið svarað hvort Íslendingar sjálfir séu undir það búnir að breyta venjum sínum og nota rafmagnsbíla í stað þeirra hefðbundnu.

Þessari spurningu hyggjast tveir ungir menn frá Frakklandi og Póllandi, Maxime Learoux og Karol Gobczynski, svara með rannsókn sinni á þessu viðfangsefni, en þeir stunda nám við Háskólann í Halmstad í Svíþjóð

Flestir bílaframleiðendur farnir að huga að rafmagnsbílum
Ljóst er að flestir bílaframleiðendur heims verða komnir með rafmagnsbíl á markað við lok næsta árs og enn aðrir bjóða upp á bíltegundir sem ganga fyrir rafmagni nú þegar. Tæknilegir þættir hafa að flestu eða öllu leyti verið ruddir úr vegi til að fullnægja þörfum almennings til eiginleika fólksbifreiða. Nissan, Mitsubishi og aðrir bjóða jafnvel nú þegar upp á bíla sem geta keppt við hina hefðbundnu.

Rannsókn sem byggir á félagslegum og efnahagslegum þáttum
Mikil einbeiting hefur verið á samfélagslegum, lagalegum og pólitískum þáttum sem nauðsynlegir eru til árangursríkrar innleiðingar á rafmagnsbílum. Hins vegar er nauðsynlegt að skoða raunverulega þætti sem geta ýtt undir árangursríka innleiðingu slíkra bifreiða hér á Fróni.

Verður þessi rannsókn notuð til að bera saman við aðrar sambærilegar rannsóknir í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem aðrir mælanlegir þættir eru ekki eins hagstæðir eins og á Íslandi.

Áhugi og tilviljanir leiddu menn hingað
Áhugi Karol kom til af því að hann stundaði nám við Orkuskólann RES árið 2010 þar sem fyrstu kynni hans af möguleikum íslensku orkunnar komu til.  Þegar hann svo hélt námi sínu áfram tengdust þeir félagar í gegnum markaðsfræði í Háskólanum í Halmstad þar sem kennarinn, Albert Þór Magnússon, er fyrrverandi forstjóri íslensks olíufélags. Eitt leiddi að öðru og nú eru þeir félagar á síðustu metrum rannsóknar sinnar þar sem niðurstaðna er að vænta í næsta mánuði.

Skoðanakönnun þeirra félaga má nálgast á Facebook undir leitarorðinu “Rafknúin ökutæki”.

Ljósmynd: Rafbíll, af boolokamonline.net.

Birt:
2. maí 2011
Höfundur:
Karol Gobczynski
ásamt:
Maxime Leroux
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Karol Gobczynski, Maxime Leroux „Eru Íslendingar tilbúnir fyrir rafmagnsbíla?“, Náttúran.is: 2. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/02/eru-islendingar-tilbunir-fyrir-rafmagnsbila/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. maí 2011

Skilaboð: