Vel-bú - Velferð í búskap
Velbú eru frjáls félagasamtök um bætta velferð og lífsskilyrði búfjár á Íslandi.
Á heimasíðu samtakanna segir:
„Við erum fólk úr ólíkum áttum sem deilum ákveðnum lífsskoðunum varðandi velferð dýra og þá slæmu þróun sem hefur átt sér stað seinustu áratugi á mörgum sviðum búfjárræktar. Tilhneigingin hefur verið í átt að auknum verksmiðjubúskap þar sem velferð dýra hefur verið fórnað fyrir lægra vöruverð. Sú þróun hefur því miður ekki verið betri á Íslandi en annars staðar, einkum er snýr að svína-, eggja- og kjúklingaframleiðslu. Í raun má segja að þróunin hér hafi verið verri að því leyti að íslenskum neytendum stendur almennt ekki til boða kjúklinga- og svínafurðir, framleiddar með velferð dýranna að leiðarljósi.
Þessi þróun hefur verið hulin almenningi og ætlum við að stuðla að vitundarvakningu hjá neytendum sem við vonum að leiði til aukinnar velferðar í matvælaframleiðslu á Íslandi.
Okkar markmið er að verksmiðjubúskapur leggist af á Íslandi.“
Sjá nánar á heimasiðu samtakanna.
Sjá einnig Facebook síðu samtakanna.
Grafík: Merki samtakanna, hönnuður Unnur Ýrr www.unnurart.com.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vel-bú - Velferð í búskap“, Náttúran.is: 10. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/10/vel-bu-velferd-i-buskap/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. apríl 2011