Hvað varðar orkunotkun þá eyða bæði þvottavélin og þurrkarinn miklu rafmagni. Það skiptir því máli að nota orkunýtna þvottavél. Orkumerkin Energy Star og Evrópska orkumerkið hjálpa okkur að finna orkunýtnustu tækin.

  • Mælt er með því að fjárfest sé í umhverfismerktri þvottavél sem er í orkuklassa A - A+++.
  • Ráðlagt er að nota umhverfismerkt þvottaefni án ilmefna og umhverfismerkt mýkingarefni.
  • Best er að nota eins lítið af þvottaefni og hægt er skv. leiðbeiningunum. Íslenskt vatn leyfir þó minni skammta því það er ekki eins hart og í flestum löndum sem skammtastærðir eru miðaðir við. Gott er að hafa í huga að framleiðendurnir vilja líka kannski ekki að um of sé sparað! Ágætt er að merkja á mæliskeiðar eða mælirör með tússi rétt magn þvottaefnis. Helmingur af ráðlegum skammti dugar oftast til.
  • Ef nota þarf blettahreinsi er ráðlagt að notast aðeins við umhverfismerktan blettahreinsi eða vistvæn húsráð.
  • Til að spara orku er betra að þvo fulla vél.
  • Ný föt innihalda oft formaldehýð sem veldur ofnæmi og því er ráðlagt að þvo þau áður en þau eru notuð.
  • Suðuþvott ætti aðeins að nota ef að nauðsynlegt er. Bakteríur í bleyjum og nærfötum deyja við 60°C.
  • Notaðu kaldasta þvottinn sem þú getur. Ef þú getur þvegið á 30°C í stað 40°C þá er það mikið betra fyrir umhverfið.
  • Rafmagnsnotkun þvottavéla fer eftir hitastigi sem valið er og vatnsnotkuninni. Tvisvar sinnum meira rafmagn er notað þegar þvegið er við 90ºC heldur en við 60ºC en fjórum sinnum meiri við 90ºC heldur en við 40ºC.

 

Birt:
30. ágúst 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þvottavél“, Náttúran.is: 30. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/11/thvottavel/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. apríl 2011
breytt: 13. júní 2014

Skilaboð: