nokkur náttúruspilNáttúran.is hefur gefið út 52 náttúruspil með góðum ráðum sem tengjast árstíðunum. Efnið kemur úr ýmsum ábyggilegum áttum. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir hönnuðu spilin, eins og reyndar alla grafíska umgjörð vefsins. Að textum vann einnig valinkunnur hópur starfsmanna auk áhugamanna og sérfræðinga á sviði náttúru, lista og umhverfisfræða. Spilin samanstanda af vistænum húsráðum, uppskriftum, fornri visku og ýmiskonar góðum ráðum.

Náttúruspilin 52 eru hugsuð sem einskonar „húsráð í handraðanum“. Þau eiga að minna okkur á hvernig hægt er að bæta umgengni okkar við náttúruna og hvernig náttúran getur hjálpað okkur að lifa betra lífi. Hægt er að leggja stokkinn opinn, láta spiliin snúa upp og skipta um spil á viku fresti, njóta myndanna og leyfa þeim að gefa okkur hugmyndir af því hvernig við lifum í sátt við umhverfið.

Hægt er að kaupa ráðin góðu hér á Náttúrumarkaði og fá send beint heim. Ef  þú ert á póstlista Náttúrunnar (skráning hér á flipanum fyrir RSS, Faceobook, Twitter og Póstlista hér lengst til vinstri á vafranum) getur þú beðið um að fá stokk sendan ókeypis gegn því að borga 70 kr. fyrir umbúðir og 120 kr. sendingarkostnað eða samtala 190 kr. Náttúruspilin er einnig hægt að fá í stærra upplagi fyrir vinnustaði og skóla. Hafið samband við nature@nature.is eða í síma 483 1500.

Náttúruspilin eru einnig til í netútgáfu. Öllum er frjálst að virkja netúgáfuna á heimasíðu sinni endurgjaldslaust. Sjá nánar um Náttúruspilin í netútgáfu.

Náttúruspilin eru Svansmerktur prentgripur, prentuð á umhverfisvænan pappír með umhverfisvænu prentbleki í prentsmiðju GuðjónsÓ. Hjá GuðjónÓ var fyrsta umhverfisvæna prentsmiðjan á Íslandi og hefur Norræna umhverfismerkið Svaninn því til staðfestingar. Sjá nánar um prentsmiðjuna Hjá GuðjónÓ hér á Grænum síðum.

Birt:
26. nóvember 2012
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúruspil - 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið“, Náttúran.is: 26. nóvember 2012 URL: http://nature.is/d/2007/05/10/hr-tengd-nttru-og-umhverfi-nttruspilin/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 10. maí 2007
breytt: 23. mars 2014

Skilaboð: