Ástralskir vísindamenn segja að lykillinn að verndun kóralrifa fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, mengun og annarra ógna geti verið fjölgun fiska í sjónum. Sumir fiskar losi kóralla við þörunga.

Hópur vísindamanna kom fyrir þingið í Canberra og fjallaði um málið. Þeir sögðu að ákveðnar fiskategundir haldi þörungum frá dauðum kóralrifum, sem gefur kóröllunum færi á að vaxa aftur og endurnýja sig.

Rannsóknir hópsins sýndu fram á að þrisvar sinnum meiri kórall vex þar sem fiskarnir eru en þar sem þeir eru ekki. Talið er mikilvægt að vernda kóralla í Great Barrier flóanum, en hann skilar efnahagskerfi Ástralíu 6 milljörðum dollara á ári, með ferðamönnum og fiskveiðum, að sögn BBC.

Mynd: Viðskiptablaðið. Parrot-fiskar, eins og sá sem er á þessari mynd, eru duglegir að hreins þörunga upp af kóralrifum.
Birt:
25. mars 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Fiskar mikilvægir fyrir verndun kóralrifa“, Náttúran.is: 25. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/25/fiskar-mikilvaegir-fyrir-verndun-koralrifa/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: