UPS fjölgar metanbifreiðum
Bandaríska flutningafyrirtækið UPS hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að það ætli sér að fjölga metanbifreiðum í flota sínum um 167 en fyrirtækið hefur haft 800 metanbifreiðar í þjónustu sinni síðan 1980.
Nýju bifreiðarnar verða allar verksmiðjuframleiddar metanbifreiðar, sem er ólíkt þeim sem fyrir eru, en þeim var upphaflega breytt úr því að brenna bensíni og dísilolíu í það að brenna metani.
Samkvæmt tilkynningunni er markmið fyrirtækisins með þessu að mæta áskorun um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda ásamt því að vera minna háð hefðbundnu eldsneyti.
Birt:
9. apríl 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „UPS fjölgar metanbifreiðum“, Náttúran.is: 9. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/09/ups-fjolgar-metanbifreioum/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.