3 msk soja sósa
1 tsk hunang
ca ½ kiló kartöflur eða sætar kartöflur
2 msk olífuolía
15 gr þarakrydd
½ - 1 bolli vatn, sætu kartöflurnar þurfa minna vatn

Blandið sojasósu og hunangi vel saman.
Skerið kartöflurnar í litla munnbita og brúnið létt í olíu.
Stráið þarakryddinu yfir, bætið soja-hunangi út í og hrærið vel í.
Hellið vatninu saman við og látið malla undir loki í 15 – 20 mínútur. Bætið vatni í ef þarf.
Gott er að hafa sýrðan rjóma með þessum rétti. Borið fram með hrásalati og brauði eða borið fram sem sjálfstæður réttur. Má einnig nota sem meðlæti með fisk og kjötréttum.

Stórþarakrydd frá Hollustu úr hafinu fæst hér á Náttúrumarkaði. 

Birt:
15. janúar 2008
Höfundur:
Hollusta úr hafinu
Tilvitnun:
Hollusta úr hafinu „Þarakartöflur“, Náttúran.is: 15. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/15/tharakartoflur/ [Skoðað:4. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: