Ályktun um um orkufrekan iðnað - Landvernd
Aðalfundur Landverndar varar við frekari ákvörðunartöku um uppbyggingu á stóriðju og tilheyrandi virkjunum a.m.k. þar til 2. áfangi rammaáætlunar liggur fyrir.
Rammaáætlun getur, ef vel tekst til, gefið stjórnvöldum heildstætt yfirlit yfir virkjunarkosti landsins þar sem horft hefur verið til áhrifa á umhverfi, efnahag og samfélag. Slíkt yfirlit er forsenda þess að hægt sé að taka skynsamlegar ákvarðanir um landnýtingu er varðar hagsmuni allra landsmanna.
Mikilvægt er að frjáls félagasamtök fái aðkomu að gerð 2. áfanga rammaáætlunar líkt og þegar unnið var við 1. áfanga áætlunarinnar.
Aðalfundurinn minnir á ályktun aðalfundar 2006 svipaðs efnis.
Birt:
6. maí 2007
Tilvitnun:
Landvernd „Ályktun um um orkufrekan iðnað - Landvernd“, Náttúran.is: 6. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/06/lyktun-um-um-orkufrekan-ina-landvernd/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 11. maí 2007