Baðkar
Skiptar skoðanir eru á því hvort að það að fara í kerbað eða sturtu sé umhverfisvænna (minna umhverfisspillandi). Vatnsnotkunin er það sem skiptir mestu máli í þessu sambandi. Ef þú ferð í langa sturtu er það hugsanlega skaðlegra fyrir umhverfið en ef þú ferð í hálffullt baðkar. Notkun heita vatnsins kostar pening og því er varhugavert að ofnota það. Daglegar baðferðir allra meðlima í stórri fjölskyldu geta kostað gífurlegar fjárhæðir á mánuði. Hver fjölskylda verður að finna út hvað henni hentar og hafa í huga að vatn er hvorki ókeypis né óþrjótandi auðlind.
Fyrir eldra fólk og veikt þurfa hjálpartæki eins og grind á baðkarið og við sturtuna. Stamar mottur gera einnig mikið gagn því ófá slys verða einmitt við að fólk hrasar.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Baðkar“, Náttúran.is: 21. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/21/bakar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. maí 2014