Hvað er flokkað
Það sem helst fellur til inn á heimilum eru glerkrukkur undan t.d. sósum ýmiskonar, majónesi og öðru matarkyns og skal skola þessar krukkur áður en þeim er skilað í gáminn. Glerbrot, flísar, keramikmunir og postulín (t.d. klósett, vaskar) fara einnig í þennan gám.

Hvað fer ekki í þennan flokk
Málmlok af krukkunum eru sett í málmgáminn. Plast og annar úrgangur á ekki heima í þessum flokk.

Hvað er gert við úrganginn
Þennan úrgang má nota sem fyllingarefni við ýmsar framkvæmdir en gler og postulín er jarðefni og ný tist þá með sama hætti og möl. Þannig má draga úr námugreftri í hinum ýmsu fjalllendum en slíkur námugröftur hefur í för með sér sannkallaða sjónræna mengun og ætti að vera stillt í hóf.

Birt:
28. mars 2007
Höfundur:
Uppruni:
SORPA bs
Tilvitnun:
NA „Gler og postulín“, Náttúran.is: 28. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 20. apríl 2007

Skilaboð: