Náttúran.is kemur Íslandi á græna kortið
Sýning í anddyri Norræna hússins í Reykjavík frá 06.09. -14.09.2008.
Tilgangur grænna korta víða um heim er að gera vistvæna kosti á sviði viðskipta, menningar og ferðaþjónustu sýnilegri og aðgengilegri. Græn kort hafa nú verið þróuð í 475 borgum, þorpum og hverfum í 54 löndum. Ísland er fyrsta „landið“ til að þróa grænt kort fyrir allt landið í heild en það er nú komið í vefútgáfu á Náttúran.is á íslensku og á Nature.is á ensku.
Grænt Íslandskort/Green Map of Iceland er samvinnuverkefni Náttúran.is, alþjóðlega verkefnisins Green Map Systems og land- og ferðamálafræðistofu Háskóla Íslands.
Á sýningunni í Norræna húsinu eru sýnd græn kort víðs vegar að úr heiminum, vefútgáfa af græna Íslandskortinu auk þess sem þjónusta Náttúran.is við græna neytendur og græna geirann er kynnt.
Sýningin opnar laugardaginn 6. september kl. 14:00 og Náttúran.is kynnir græna Íslandskortið með fyrirlestri kl. 15:00
Skoða græna Íslandskortið.
Skoða alþjóðlegan vef verkefnisins.
Forsaga Green Map Systems verkefnisins:
Árið 1992 varð til hugmynd hjá ungri konu sem hafði tekið sér búsetu á Lower East Side á Manhattan. Wendy Brawer, grafískur hönnuður og hugsjónakona stofnaði þá hönnunarteymið Modern World Design sem af spratt og þróaðist hið hnattvædda en staðbundið aðlögunarhæfa Green Map Systems. Frá 1995 þróaðist hugmyndin hratt og fleiri liðsmenn bættust í hópinn.
Upphaflega var hugmyndin sú að kortleggja borgarumhverfið með formerkjum náttúrugæða og græns lífstíls og á þann hátt var kortunum ætlað að hjálpa ferðamönnum og ný aðfluttum íbúum New York borgar jafnt sem þeim rótgrónari að endurnýjaða áhugann á grænum víddum borgarinnar. Hugmyndin með kortlagningunni var sú að allir gætu orðið þáttakendur í að sýna fram á sérstöðu náttúrusvæða innan borgarmúranna en einnig þeim mikilvægu menningarlegu stöðum sem gerðu borgina að því sem hún er. Lífvænlegum stað með hressandi lífrænum formerkjum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is kemur Íslandi á græna kortið“, Náttúran.is: 5. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/28/natturan-kemur-islandi-graena-kortio/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. ágúst 2008
breytt: 15. september 2008