4-5 gulrætur,
2 laukar
1 stór paprika
1 hvítlauksgeiri
1/2 bolli Þara- eða Grasasósa
ólífuolía
vatn

Gulrætur og paprika eru skornar í strimla, laukur skorinn í þunnar sneiðar eftir endilöngu. Gulræturnar eur steiktar, þegar þær eru farnar að mýkjast er lauknum bætt í og síðast paprikunni. Hreyfið grænmetið vel á pönnunni. Merjið hvítlauk eða skerið í smáa bita og bætið í. Hellið sósunni yfir. Setjið lok yfir pönnuna örstutta stund áður en grænmetið er borið fram. Þessi réttur er líka mjög góður með soðnum hrísgrjónum og ferskum ananas.

Þarasósa frá Hollustu úr hafinu fæst hér á Náttúrumarkaði.
Grasasósa frá Hollustu úr hafinu fæst hér á Náttúrumarkaði.

Birt:
23. maí 2007
Höfundur:
Hollusta úr hafinu
Tilvitnun:
Hollusta úr hafinu „Steikt grænmeti “, Náttúran.is: 23. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/23/steikt-grnmeti-hollusta-r-hafinu/ [Skoðað:4. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. janúar 2008

Skilaboð: