Þorri - 20. janúar – 20. febrúar

Þorri er sá mánuður, á hverjum sól gengur um vatnsberamerki. Með þorrakomu er vetur hálfnaður. Nú er tími til innanbæjarverka en útivinna er nú lítil nema grjótdráttur. Allt sem þú geymir af lifandi ávöxtum innanhúss þarf nú meiri vöktun en fyrri part vetrar og því meiri sem á líður fram til sumarmála að það skemmist ekki af frosti eða hita, slaga eða ofþurki. Til að gjöra góðan sáðreit er nú hænsnaskarn besti áburður, sé það borið þriggja þumlunga þykkt yfir hann og rigni þar niður til sáðtímans á vori. Mikil votviðri í þessum mánuði boða vorkulda og lítinn grasvöxt.


    Tengdir viðburðir

  • Þorrinn

    Staðsetning
    Óstaðsett
    Hefst
    Þriðjudagur 20. janúar 2015 00:00
    Lýkur
    Laugardagur 21. febrúar 2015 00:00
Birt:
20. janúar 2015
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Þorrinn“, Náttúran.is: 20. janúar 2015 URL: http://nature.is/d/2007/04/21/20-janar-20-febrar/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. apríl 2007
breytt: 22. janúar 2015

Skilaboð: