Ryksugur eru mikilvæg heimilistæki en það er margt sem ber að varast, sérstaklega orkueyðslu, hávaða og endingu.

Nýjar reglur á evrópska efnahagssvæðinu banna sölu á ryksugum sem nota yfir 1600W, ryksuga illa, eru hávaðasamar, losa mikið ryk í andrúmsloftið eða endast illa. Þetta hefur í för með sér betri gæði og minni eyðslu, allt til hagsbóta fyrir neytendur.

Frá 1. september 2014 þurfa framleiðendur því að fylgja nýjum reglum en árið 2017 er áætlað að hámarks orkueyðsla ryksugna verði 900W. Framleiðendur verða að upplýsa neytendur um orkueyðsluna, hávaða, endingu, hve mikið ryk muni losnar í andrúmsloftið og hversu vel ryksugan sýgur upp agnir. Frá sama tíma verða ryksugur einnig að vera með evrópska orkumerkið þar sem fram kemur á myndrænu formi afl ryksugunnar, orkunotkun, hljóðstyrkur, ending, hve mikið ryk losnar í andrúmsloftið og sogkraftur.

Til eru ryksugur sem eru með svo öflugum loftsíum að þær hreinsa loftið það vel áður en það er leitt aftur úr ryksugunni að þær eru merktar sem ofnæmisprófaðar af t.a.m. Astma og ofnæmissamtökum Norðurlanda.

Birt:
26. júní 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ryksuga“, Náttúran.is: 26. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/26/ryksuga/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. ágúst 2014

Skilaboð: