Forsætisráðuneytið og Kolviður hafa skrifað undir samning um kolefnisjöfnun á öllum vélknúnm ökutækjum í eigu ríkisins fyrir árið 2008.

Samningurinn er gerður á grundvelli mats sem Ríkiskaup gerðu á heildarlosun ökutækja ríkisins, en hún er talin vera um 9 þúsund tonn af koltvísýringi á ári. Til að binda samsvarandi magn kolefnis mun Kolviður samkvæmt samningnum gróðursetja um 84 þúsund plöntur á Geitasandi á Rangárvöllum, eftir því sem segir í fréttatilkynningu. Markmið ríkisstjórnar Íslands er að minnka nettólosun koltvísýrings um 75% fyrir árið 2050, þar á meðal með skógrækt og landgræðslu.

Á vef Kolviðar geta einstaklingar og fyrirtæki kolefnisjafnað sig.
Sjá þau fyrirtæki sem hafa kolefnisjafnað sig hér á Grænum síðum.

Birt:
28. maí 2008
Tilvitnun:
Viðar Þorsteinsson „Bílafloti ríkisins kolefnisjafnaður með 84 þúsund plöntum á Rangárvöllum“, Náttúran.is: 28. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/28/bilafloti-rikisins-kolefnisjafanaour-meo-84-thusun/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: