Náttúran.is hefur fjallað um málefni sem snerta náttúru og umhverfi frá opnun vefsins þ. 25. apríl árið 2007. Fréttir sem birtust fyrir þann tíma á vefnum Grasagudda.is eru einnig birtar hér á Náttúrunni og spannar Náttúran.is því umhverfistengdar fréttir allt aftur til ágústmánaðar 2005. Til að fá sem best yfirlit yfir það sem borið hefur á góma á sviði náttúru- og umhverfismála á sl. ári er best að skoða árið í heild sinni. Hægt er að leita efitr áhugasviðum eða málefnum í leitarvélinni hér efst á síðunni eða skoða fréttir hvers mánaðar fyrir sig. Sjá flýtival hér að neðan:

Sjá janúarfréttir Náttúrunnar*.
Sjá febrúarfréttir Náttúrunnar*.
Sjá marsfréttir Náttúrunnar*.
Sjá aprílfréttir Náttúrunnar*.
Sjá maífréttir Náttúrunnar*.
Sjá júnífréttir Náttúrunnar*.
Sjá júlífréttir Náttúrunnar*.
Sjá ágústfréttir Náttúrunnar*.
Sjá septemberfréttir Náttúrunnar*.
Sjá októberfréttir Náttúrunnar*.
Sjá nóvemberfréttir Náttúrunnar*.
Sjá desemberfréttir Náttúrunnar*.

*Athugið að fletta neðst á síðunni til að skoða allan mánuðinn.

Eitt nýtt félag um náttúruvernd var stofnað á árinu en það er Náttúruverndarsamtök Vestfjarða sem stofnuð voru þ. 5. apríl. Hið nýja félag var ekki sþst stofnað til að standa vörð um náttúru Vestfjarða vegna áforma um að setja olíuhreinsunarstöð niður á Vestfjörðum. Hið nýja félag og að sjálfsögðu Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Vesturlands, Áhugahópur um framtíð jökulsánna í Skagafirði, Framtíðarlandið, íslandsvinir, Náttúruvaktin, Saving Iceland, Sól í Straumsvík, Sól á Suðurnesjum, Sól á Suðurlandi og Sól í Flóa og allir félagsbundnir og ófélagsbundnir náttúruunnendur sem staðið hafa vörð um náttúru Íslands allt árið eru hetjur ársins að mati Náttúrunnar.

Í augum almennings vakti framlag Bjarkar Guðmundsdóttur kannski hvað mesta athygli á árinu enda ekki sjálfsagður hlutur að stórstjarna á við Björk setji sig i sviðsljósið fyrir ákveðin verndarsjónarmið. Björk tók ekki opinberlega afstöðu með náttúruvernd fyrr og ákvað að bæta úr því með því að efna til tónleikanna Náttúru í Laugardalnum í sumar og með því að stofna eigin vef, sem notar reyndar sama nafn og við en með endingunni punktur info. Margir halda því að Náttúran.is sé á einhvern hátt á vegum Bjarkar Guðmundsdóttur sem er auðvitað alls ekki rétt. Náttúran.is vonast til að frægð Bjarkar ný tist eins og til stóð þ.e. að efla umhverfisvitund enda löngu þekkt staðreynd að frægir einstaklingar geti ný st vel í kynningarstarfi.

Síðan að kreppuástandi var lýst yfir á Íslandi nú á haustdögum hafa náttúru- og umhverfisverndarsinnar haft vaxandi áhyggjur af því að yfirlýst áform sitjandi ríkisstjórnar um aðgerðir gegn lofslagsbreytingum verði enn verr sinnt en áður og mátti þó ekki sjá að þær hafi verið efndar í gróðærinu. Enn er ekki útséð um hvort að framlög til náttúruverndar verði skorin niður eða hvort verkefni sem stuðla áttu að innleiðingu vistvænni bílaflota og innleiðingu vistvænni neyslu- og innkaupastefnu ríkisins verði fylgt eftir og látið nægja að reikna með því að með kreppunni minnki kolefnislosun að sjálfu sér og almenningur verði meðvitaðri vegna tímabundins féleysis. Við sjáum fram á erfiða tíma, það er alveg ljóst, og því er gríðarlega mikilvægt að allir standi þétt saman í baráttunni fyrir vistvænna og heilbrigðara umhverfi og nýsköpun á sjálfbærum nótum.

Aðalviðfangsefni Íslands og heimsins alls er að ná tökum á loftslagsmálunum og því fylgir gjörbreyttur hugsunarþáttur sem að Náttúran.is vill halda áfram að vera þátttakandi í að móta. Megi okkur öllum farnast vel í baráttunni á nýju ári.

Birt:
1. janúar 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisbaráttan árið 2008“, Náttúran.is: 1. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/01/umhverfisbarattan-ario-2008/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. janúar 2009

Skilaboð: