Þessi litli lóuungi var á vappi í Grímsnesinu í dag, sennilega í leit að móður sinni. Unginn stikaði stórum skrefum í háu grasinu og var á hraðferð út í heim. Heiðalóan [Pluvialis apricaria] kemur til landsins snemma vors og boðar sumarið. Þegar sést til fyrstu lóunnar er vorið sannarlega komið. Lóan yfirgefur landið í lok október og er þá stutt í veturinn á norðurhjara. Lóan verpir fjórum eggjum á lyngheiðum og grónum hraunum næstum um allt land. Það má því búast við að fjölmargir litlir lóuungar séu á rölti um landið þó að við sjáum þá sjaldnast vegan fádæma velheppnaðs felubúnings þeirra. Myndin af lóuunganum er tekin þ. 6. júní 2008 i Grímsnesi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
6. júlí 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lóuungi á leið út í heim“, Náttúran.is: 6. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/07/louungi-leio-ut-i-heim/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. júlí 2008

Skilaboð: