Langar þig að vita af hverju landslagið er eins og það er? Hvað veldur að sums staðar er undirlendi og annars staðar þröngir firðir? Þá er upplagt tækifæri að líta við í Sesseljuhúsi næsta laugardag en þá ætlar Jón Eiríksson, jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskólans, að veita gestum innsýn í það sem jarðfræðingurinn sér í landslaginu. Jón mun byrja á fræðsluerindi innandyra en síðan verður farið út og spáð í landslagið.

Fundurinn er laugardaginn 31. maí, kl. 13:00 og er aðgangur ókeypis. Tilvalin samverustund fyrir fjölskylduna!

Kaffihúsið Græna kannan og verslunin Vala eru opin frá 14:00 -17:00. Myndin er af Langsjó.
Birt:
26. maí 2008
Uppruni:
Sesseljuhús
Tilvitnun:
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir „Landslagið með gleraugum jarðfræðingsins“, Náttúran.is: 26. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/26/landslagio-meo-gleraugum-jarofraeoingsins/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: