Hjólbarðar
Góðir hjólbarðar eru nokkuð afstætt hugtak en hvað varðar áhrif á heilsu okkar þá eru nagladekkin skaðlegust. Rannsóknir hafa leitt í ljós að harðkornadekk hafa álíka viðmót og hemlunarlengd og nagladekk við svipuð skilyrði. Góð vetrardekk geta gert sama gagn. Ákvörðun um kaup á nagladekkjum ætti því aðeins að vera tekin að vandlega íhuguðu máli. Staðreynd er að svifryksmengun orsakast m.a. af því að nagladekkin spæna upp malbikið.
Svifryk eru örsmáar agnir sem að geta skaðað lungu okkar mjög alvarlega, valdið astma, ofnæmi, bronkítis og jafnvefl lungnakrabba. Einnig ber að hafa í huga að sum dekk innihalda ekki PAH-olíur í slitfleti dekksins þó að öll dekk innihalda PAH olíur í innri hluta hjólbarðans sjálfs.
Þegar þú losar þig við gömul dekk, þá getur þú skilað þeim í endurvinnslu. Það er endurvinnslugjald á dekkjum, sem þýðir að þegar dekk eru keypt er búið að borga fyrir endurvinnslu þeirra. Gömul dekk eru oft endurnýtt í hellur og rólur.
Ekki er hægt að mæla með sóluðum dekkjum af öryggisástæðum.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúran er „Hjólbarðar“, Náttúran.is: 10. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2009/10/07/hjolbaroar/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. október 2009
breytt: 2. maí 2014