Lífrænt ræktuð íslensk jólatré frá Vallanesi
Allt sem Eymundur framleiðir hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú hans vottun frá vottunarstofunni Túni um 100% lífræna ræktun í Vallanesi. Bygg, olíur, grænmeti og tilbúnir réttir eru markaðssettir undir nafninu Móðir jörð og fást m.a. olíur og malað og heilt bygg frá Móður jörð hér á Náttúrumarkaðinum.
Nú er komið að annarri uppskeru nokkurra hundraða þessarar lífrænt ræktuðu stafafuru og munu þær vera á boðstólum dagana 19. til 23. desember á stéttinni fyrir utan verslunina Yggdrasil á Skólavörðustíg í Reykjavík, hjá Eymundi í Vallanesi og að Selási 11 á Egilsstöðum.
Sjá heilt bankabygg, byggmjöl, Birkiolíu, Blágresisolíu og Lífolíu hér á Náttúrumarkaðinum.
Myndin er af stafafurru [Pinus contora] í Reykholti. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt ræktuð íslensk jólatré frá Vallanesi“, Náttúran.is: 14. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/09/lifraent-raektuo-islensk-jolatre-fra-vallanesi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. desember 2008
breytt: 22. desember 2010