Náttúrumarkaðurinn - búðin hér á vefnum
Á Náttúrumarkaði er úrval af lífrænum, náttúrulegum, siðgæðis- og umhverfisvottuðum vörum á boðstólum. Til þess að geta veitt neytendum upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur tengist hver vara ítarlegum upplýsingum um innihald, vottanir og endurvinnslumöguleika. Hugmyndin er að þegar að vafrað er um verslunina læri maður hvað merkin þýða með því að renna yfir þau. Þetta á við um umhverfismerkin, lífrænu vottunarmerkin og siðgæðis- og endurvinnslumerkin.
Í dag eru yfir þrjúhundruð vörur í tuttuguogníu deildum á markaðinum. Stefnt er að því að geta boðið upp á vörur úr öllum vöruflokkum og sérstök alúð er lögð við að hafa íslenskar náttúruvörur á boðstólum. Hver sem er getur selt vörur sínar á Náttúrumarkaðinum.
Annað sem að Náttúrumarkaðurinn á netinu getur haft fram yfir venjulegar verslanir er að í bögglinum koma margar vörutegundir heim að dyrum, í safnsendingu. Kolefnislosun og önnur umhverfisáhrif af flutningum eru því í algeru lágmarki þar sem Íslandspóstur á hvort eð er flesta daga leið heim til þín með annan póst. Að keyra á heimilisbílnum frá einni búð til annarar mengar meira og kostar þig bæði tíma og peninga.
Að versla á Náttúrumarkaði getur því bæði verið mun ódýrara og umhverfisvænna þegar allt kemur til alls.
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun, sé pantað fyrir kl. 12:00 á hádegi ellegar næsta virka dag á eftir. Einföld og umhverfisvæn leið til að versla.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúran „Náttúrumarkaðurinn - búðin hér á vefnum“, Náttúran.is: 2. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2008/10/29/natturumarkaour/ [Skoðað:3. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 29. október 2008
breytt: 2. ágúst 2011