John Perkins, höfundur metsólubókar1 um sinn eigin feril sem  „efnahagsböðuls“ (Economic Hit Man) er staddur hér á landi vegna væntanlegrar frumsýningar á Draumalandinu kvikmyndar byggðri á samnefndir metsölubók Andra Snæs Magnasonar, en John Perkins kemur einmitt fram í myndinni. John kom í viðtali til Egils Helgasonar í Silfri Egils í gær og var viðtaiðl sannarlega áhrifaríkt, þó ekki sé tekið dýpra í árina.

Í viðtalinu við Egil Helgason segir John Perkins m.a. að versnandi staða Landsvirkjunar getur verið ávísun á sölu íslenskra auðlinda til stórfyrirtækja og Ísland á að forðast allt samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Í bók sinni „The Confessions of an economic hit man“ segir hann frá reynslu sinni þegar hann starfaði sem svokallaður efnahagsböðull fyrir bandarísku þjóðaröryggisstofnunina. Þar vann hann við að gera nauðarsamninga við ríkisstjórnir þriðja heimsríkja til að knésetja þær svo bandarísk stórfyrirtæki ættu greiðan aðgang að auðlindum þeirra. Perkins horfir í þessu sambandi til versnandi fjármögnunarstöðu Landsvirkjunar en undanfarið hafa fjármögnunarmöguleikar fyrirtækisins verið metnir litlir sem engir og staða fyrirtækisins því erfið eða slæm að mati fjárfesta.

Perkins segir þetta er ótrúlega sorglegt og fyrirsjáanlegt. Náttúrulegar orkulindir séu mestu auðlindir Íslendinga og stór áliðnaðarfyrirtæki hafa komið hingað til lands til að notfæra sér það. Hann segir algjörlega fáránlegt að ríkisrekið orkufyrirtæki tapi peningum. Þar með séu Íslendingar ekki aðeins að gefa auðlindir til erlendra stórfyrirtækja heldur tapa gríðarlegum fjármunum. Perkins spyr hvort það myndi ekki gangast Íslendingum betur að nota náttúrulegu orkuna til að hita upp stór gróðurhús til matvælaframleiðslu. Þessi þróun sé alveg dæmigerð þegar svokallaðir efnahagsböðlar komi til sögunnar. Og með aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verður ástandið aðeins verra. Perkins segir að alþjóðlegar lánastofnanir taki þátt í leiknum af fullum krafti og varar sterklega við Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

John Perkins heldur fyrirlestur á Háskólatorgi kl. 17:00 á morgun. 

1The Confessions of an economic hit man hefur selst í milljónum eintaka og verið þþdd á rúmlega 20 tungumál og sat á mestölulista samfleytt í 70 vikur. 

Birt:
6. apríl 2009
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Íslendingar passi auðlindir sínar og forðist Alþjóðagjaldeyrissjóðinn“, Náttúran.is: 6. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/06/islendingar-passi-auolindir-sinar-og-foroist-althj/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: