Opinn hugbúnaður - Grænt bókhald
Grænt bókhald er hvorki tískuhugtak né bóla heldur ákveðin viðurkennd aðferðafræði til að halda utanum mælanleg áhrif starfsemi fyrirtækja á umhverfið.
Landsvirkjun hefur staðið fyrir þróun á grænu bókhaldsforriti sem öllum er boðið að sækja, kynnast og nota að vild án endurgjalds. Aðeins þarf að óska eftir að fá forritið sent með tölvupósti á vef Landsvirkjunar. Skoða nánar á vef Landsvirkjunar.
Landsvirkjun er eitt af þeim fyrirtækjum sem innleitt hefur grænt bókhald við utanumhald reksturs síns án tilskipunar en mörgum fyrirtækjum og stofnunum er gert að halda grænt bókhald skv. reglugerð um grænt bókhald nr. 851 frá árinu 2002.
Sjá þá aðila sem halda grænt bókhald á Íslandi hér á grænum síðum.
Birt:
14. maí 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Opinn hugbúnaður - Grænt bókhald“, Náttúran.is: 14. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/10/frjals-hugbunaour-graent-bokhald/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 10. apríl 2008
breytt: 14. maí 2008