Ályktun frá stjórn Landverndar vegna áforma Landsvirkjunar um breytta tilhögun Norðlingaölduveitu:

"Stjórn Landverndar mótmælir harðlega öllum áformum Landsvirkjunar um Norðlingaölduveitu. Samtökin benda á að sama hvaða útfærsla verði gerð á miðlun vatns á svæðinu, muni hún ávallt skerða rennsli í fossum árinnar, Gljúfurleitarfossi og Dynk, sem telja má jafnoka Gullfoss, og stórskaða upplifun ferðamanna af svæðinu. Þá mun miðlunarlón við Norðlingaöldu kljúfa og eyðileggja lítt snortið víðerni í og í námunda við Þjórsárver vestan Þjórsár. Landvernd leggst því gegn öllum áformum Landsvirkjunar um Norðlingaöldu sem fyrirtækið hefur kunngjört í fjölmiðlum nýlega og hvetur eindregið til friðlýsingar svæðisins alls hið allra fyrsta."

Ljósmynd: Dynkur í Þjórsá, ljósm. Landvernd.

Birt:
13. nóvember 2013
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Áformum Landsvirkjunar mótmælt harðlega“, Náttúran.is: 13. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/11/13/aformum-landsvirkjunar-motmaelt-hardlega/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 4. nóvember 2014

Skilaboð: