Hvað gerir Úrvinnslusjóður?
Umhverfisráðuneytið vinnur samkvæmt tilskipun frá Evrópusambandinu (94/62/EB um umbúðir og umbúðaúrgang, með síðari breytingum) og Úrvinnslusjóði hefur verið falið að sjá um umsýslu úrvinnslugjalds og ráðstöfun þess. Innleiðing fer fram í skrefum og er háð tímasettum markmiðum.
Framleiðendur og innflytjendur greiða ákveðið gjald (skatt) fyrir umbúðir sem komið er í umferð og þarf að notkun lokinni að farga á einhvern hátt. Til að aurar séu þá fyrir hendi til að farga eða endurvinna þær á sem umhverfisvænstan hátt eru framleiðendur/innflytjendur þannig gerðir ábyrgir fyrir þeim kostnaði sem af hlýst. Þeir varpa síðan kostnaðinum að sjálfsögðu yfir á neytendur sem geta í mörgum tilvikum fengið skilagjald fyrir sínum umbúðakaupum, sbr. dósir og flöskur (sjá vef Sorpu og Endurvinnslunnar). Skilagjald er greitt til sorpstöðva og þeirra aðila sem safna sorpi, flokka og flytja til endurvinnslustaðar. Umbúðirnar eru í flestum tilfellum sendar erlendis til endurvinnslu og gegn staðfestingu um viðtöku ákveðins magns á áfangastað, fæst greitt eftir gjaldskrá úr Úrvinnslusjóði.
Sjá nánar á vef Úrvinnslusjóðs.
-
Skilagjald
Gjaldið er lagt á innfluttar drykkjarvörur við tollafgreiðslu og drykkjarvörur sem framleiddar eru eða átappaðar hér á landi. (sjá nánar á rsk.is)
Úrvinnslugjald
Úrvinnslugjald er lagt á tilteknar vörur til að standa undir kostnaði við úrvinnslu úrgangs er af þeim leiðir. (sjá nánar á rsk.is)
Myndin er af einu af Fenúr-merkjunum an þau skýra endurvinnsluflokkana myndrænt. Hér á Náttúrumarkaði er viðeigandi Fenúr-merki ætíð með endurvinnsluupplýsingum um hverja vöru, sjá dæmi. Sjá vef Fenúr.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvað gerir Úrvinnslusjóður?“, Náttúran.is: 28. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/urvinnslusjodur/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 28. febrúar 2008