Minna vistspillandi jólahald (stundum kallað „vistvæn jól“)
Jóla-sökkerinn er aftur á móti staður þar sem hægt að setja inn allt sem þykir beinlínis umhverfisskaðlegt við jólahald og hægt er að benda á að varast. Takið þátt, það borgar sig. Munið að láta helst nafn, símanúmer og rétt netfang fylgja. Á Þorláksmessu verður heppinn þátttakandi dreginn úr sokknum/sökkernum og fær vistvæna jólagjöf frá Náttúrunni.
Verkefnið „Vistvernd í verki“ hvetur til vistvæns jólahalds. Einnig er á heimsíðu Vistverndar í verki ótal upplýsingar um leiðir til vistvænna jólahalds, sjá. Stefán Gíslason hjá Staðardagskrá 21 hefur um árabil einnig verið ötull talsmaður vistvænna jóla og hefur miðlað hugmyndum sínum bæði í útvarspsþáttum sem og á öðrum vettvangi. Stefán rekur einnig Umhverfsiráðgjöf Íslands (UMÍS/Environice) sem aðstoðar m.a. fyrirtæki og sveitarfélög við framkvæmd umhverfisstefnumörkunar.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Minna vistspillandi jólahald (stundum kallað „vistvæn jól“)“, Náttúran.is: 9. desember 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/vistvaent_jolahald/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 16. maí 2007