Free Rice
Hver er ekki til í að auka orðaforða sinn og gefa hrísgrjón í leiðinni?
FreeRice.com er ný r vefur sem hefur litið dagsins ljós. Vefurinn komst í gagnið 7. október og þá fáu daga sem vefurinn hefur verið uppi hefur hann gefið mikið af sér. FreeRice gengur út á það að þeir sem leggja leið sína á vefinn geta aukið orðaforða sinn og minnkað hungursneyðina í heiminum. Fyrir hvert rétt svar sem fæst í þessum orðaforðaleik munu fyrirtækin sem eru með auglýsingu á vefnum gefa 10 hrísgrjón til sameinuðu þjóðanna. Hvert einasta hrísgrjón skiptir máli - margt smátt gerir eitt stórt!
Frá 7. - 31. október hafa safnast 537,163,380 hrísgrjón.
Náttúran.is hvetur þig eindregið til að fara á síðuna og leggja þitt af mörkum: www.freerice.com
Birt:
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Free Rice“, Náttúran.is: 1. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/01/free-rice/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.