Smíðafélagið ehf í Keflavík hefur um nokkurra ára skeið endurnýtt tréspænir sem falla til á verkstæðinu og framleitt úr þeim eldivið fyrir arna og kamínur. Eldiviðarkubbarnir eru úr samanpressuðu sagi og spænum, án allra aukaefna. Bruni kubbanna er hægur og neistalaus. Eldiviðarkubbarnir eru náttúrulegur eldiviður úr efni sem annars væri sópað í ruslið og hent á haugana. 

Sjá vef Smíðafélagsins.

Sjá nokkur fyrirtæki á Íslandi sem stunda framleiðslu á grundvelli endurnýtingar hér á Græna kortinu.

Birt:
8. desember 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Afgangar trésmíðaverkstæðis nýttir til eldiviðarframleiðslu“, Náttúran.is: 8. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/08/afgongum-tresmioaverkstaeois-nyttir-i-eldivioarfra/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. desember 2010

Skilaboð: