Náttúran.is hefur fjallað um málefni sem snerta náttúru og umhverfi frá opnun vefsins þ. 25. apríl sl. Fréttir sem birtust fyrir þann tíma á vefnum Grasagudda.is eru einnig birtar hér á Náttúrunni og spannar Náttúran.is því umhverfistengdar fréttir allt aftur til ágústmánaðar 2005. Til að fá sem best yfirlit yfir það sem borið hefur á góma á sviði náttúru- og umhverfismála á sl. ári er best að skoða árið í heild sinni. Hægt er að leita efitr áhugasviðum eða málefnum í leitarvélinni hér efst á síðunni eða skoða fréttir hvers mánaðar fyrir sig. Sjá flýtival hér að neðan:

Sjá janúarfréttir Náttúrunnar*.
Sjá febrúarfréttir Náttúrunnar*.
Sjá marsfréttir Náttúrunnar*.
Sjá aprílfréttir Náttúrunnar*.
Sjá maífréttir Náttúrunnar*.
Sjá júnífréttir Náttúrunnar*.
Sjá júlífréttir Náttúrunnar*.
Sjá ágústfréttir Náttúrunnar*.
Sjá septemberfréttir Náttúrunnar*.
Sjá októberfréttir Náttúrunnar*.
Sjá nóvemberfréttir Náttúrunnar*.
Sjá desemberfréttir Náttúrunnar*.

*Athugið að fletta neðst á síðunni til að skoða allan mánuðinn.

Á skífumyndinni sem sýnir mánuði ársins 2007 eru rituð nöfn nýstofnaðra félaga um náttúruvernd á Íslandi. Fyrsta Sólin sem skein á árinu var Sól á Suðurnesjum en hún var stofnuð til að berjast gegn stækkun álversins í Straumsvík. Tvær sólir voru virkjaðar um málefni Suðurlands á árinu, nánar tiltekið gegn áformum um þrjár umdeildar virkjanir og lón við Þjórsá. Þær eru; Sól á Suðurlandi og Sól í Flóa. Þessir hópar og að sjálfsögðu Sól í Straumsvík, Landvernd, Hugarflug, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðurlands, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Vesturlands, Áhugahópur um framtíð jökulsánna í Skagafirði, Framtíðarlandið, íslandsvinir, Náttúruvaktin, Saving Iceland og allir félagsbundnir og ófélagsbundnir náttúruunnendur sem staðið hafa vörð um náttúru Íslands allt árið eru hetjur ársins að mati Náttúrunnar.

Enn er þrengt að náttúrunni úr öllum áttum og þrátt fyrir að eitthvað hafi áunnist í bili er ekki hægt að tala um að sigur sé í höfn. Áfangasigri hefur verið náð að því leitinu til að rödd náttúruverndarsinna heyrist oftar og æ fleiri taka þátt í umræðunni. Margt bendir til þess að stjórnvöld séu farin að hlusta á rökin með verndarsjónarmiðum.

Aðalviðfangsefni Íslands og heimsins alls er að ná tökum á loftslagsmálunum og því fylgir gjörbreyttur hugsunarþáttur sem að Náttúran.is vill vera þátttakandi í að móta. Megi okkur öllum farnast vel í baráttunni á nýju ári.

Birt:
1. janúar 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisbaráttan árið 2007“, Náttúran.is: 1. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/01/ario-2007-i-ljosi-umhverfisumraeou-islandi/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. janúar 2008

Skilaboð: