Húðvörur frá Urtasmiðjunni á Náttúrumarkaði
Á Náttúrmarkaðinum hér á vefnum eru nú fáanlegar tvær vörur frá Urtasmiðjunni á Svalbarðsströnd. Urtasmiðjan fékk nýlega vottun um að jurtirnar sem notaðar eru í framleiðsluna séu tíndar á landi í lífrænni/sjálfbærri aðlögun. Meðal jurtanna má nefna blágresi, blóðberg, vallhumal og ætihvönn. Vottunin tryggir að meðferð lands og nytjastofna sé í samræmi við kröfur um sjálfbæra nýtingu.
Skoðið Græðismyrslið og Fótaáburðinn á Náttúrumarkaðinum. Ef þú ert að versla í fyrsta skipti hér á vefnum þá skoðaðu hvernig búðin virkar.
Frumkvöðullinn Gígja Kjartansdóttir Kvam hefur unnið að uppbyggingu Urtasmiðjunnar ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin 19 ár. Urtasmiðjan framleiðir húðvörur undir merkinu „Sóla“, snyrtivörur úr íslenskum jurtum og öðru náttúrulegu hráefni. Framleiðslan byggir á gömlum hefðum og dýrmætri þekkingu á notkun heilsujurta, sem og nútíma rannsóknum á hollustuáhrifum jurtanna.
Jurtirnar eru handtíndar í norðlenskri náttúru Íslands þar sem þær vaxa villtar í sínu náttúrulega og hreina umhverfi. Erlendar jurtir í framleiðslunni eru lífrænt ræktaðar og hafa alþjóðlega lífræna vottun.
Urtasmiðjan notar einungis hrein náttúruleg og lífræn hráfefni í framleiðsluna s.s. óbleikjað bþvax, sheasmjör, kókosmjör, maís og sojavax, jurtaolíur, Omega 3, 6 og 9 ríkar af fjölómettuðum fitusýrum, s.s. kvöldvorrósar-, rósaberja- og hafþyrnisolíu. Jurtaextraktar, essensar, þráavörn og rotvörn er allt unnið úr jurtum, rótum og kjörnum. Þetta eru hráefni sem einnig eru notuð í náttúrulega og lífræna matvælaframleiðslu. Vörurnar innihalda ekki kemísk efni s.s. paraben, litarefni, ilmefni eða jarðolíur-, petrolatum, parafín, vaselín eða dýraafurðir.
Engar tilraunir eru gerðar á dýrum við þróun og framleiðslu vörunnar.
Öll framleiðslan er handunnin frá byrjun til enda.
Vörur Urtasmiðjunnar eru ekki lyf, þær eru 100% náttúruleg og lífræn heilsuvara/snyrtivara með lífrænum og villtum jurtum úr íslenskri náttúru. Sjá Urtasmiðjuna hér á Grænum síðum.
Efri ljósmyndin er af vörunum sem nú eru til sölu á Náttúrumarkaði og sú neðri er af Gígju Kj. Kvam. Neðst er vottunarmerki Túns fyrir vottaðar náttúruafurðir.Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Húðvörur frá Urtasmiðjunni á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 11. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/03/lifraenar-huovorur-fra-urtasmiojunni-natturumarkao/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 3. nóvember 2008
breytt: 17. nóvember 2008