Gönguferðir
Að ganga er ein besta og ódýrasta líkamsrækt sem völ er á. Hún er ekki bundin við sérstakan stað né tíma svo þú ert alveg frjáls í að þjálfa þig þegar þú vilt. Hún er líka tilvalin til að fá sér ferskt loft. Ganga styrkir líkamann og getur spornað við ýmsum æðasjúkdómum og bætt andlega líðan. Með góða skó á fótum ertu tilbúin í gönguferðina. Gönguleiðum og stígum í kringum bæi og borgir hefur fjölgað til muna á síðustu árum, athugaðu gönguleiðir í þínu nágrenni.
Birt:
19. apríl 2010
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Gönguferðir“, Náttúran.is: 19. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/25/gnguferir/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. maí 2007
breytt: 20. maí 2014