Sóknaráætlun fyrir Ísland
Á ráðstefnunni Sóknaráætlun fyrir Ísland: Horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag þann 28. janúar munu grasrótarhópar, hagsmunaaðilar og samtök fjalla um sóknarfæri og áherslur sem aukið geta lífsgæði og samkeppnishæfni Íslands á komandi árum. Ráðstefnan er á vegum stýrihóps 20/20 Sóknaráætlunar og forsætisráðuneytisins. Vinna við sóknaráætlunina gengur samkvæmt áætlun og í upphafi árs er lögð áhersla á að fá yfirsýn yfir þá stefnumótun sem unnið hefur verið að víðs vegar í samfélaginu frá hruni og hefja umræðu um lykilspurningar og næstu skref.
Sóknaráætlun fyrir Ísland: Horft til framtíðar fyrir atvinnulíf og samfélag verður haldin á Radisson SAS Saga hótel 28. janúar kl. 13:00 - 17:00. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á nmi@nmi.is.
Dagskrá:
Ávarp forsætisráðherra – Jóhanna Sigurðardóttir
Niðurstöður Þjóðfundar – Guðjón Már Guðjónsson frá Hugmyndaráðuneytinu
Samtök atvinnulífsins – Vilhjálmur Egilsson
Alþýðusamband Íslands – Gylfi Arnbjörnsson
Opnar umræður:
Hvernig endurnýjum við traust í samfélaginu?
Í opnum umræðum mun fjöldi álitsgjafa úr ýmsum áttum gefa viðbrögð við erindum frummælenda.
Samtök ferðaþjónustunnar – Erna Hauksdóttir
Samtök iðnaðarins – Jón Steindór Valdimarsson
Bændasamtök Íslands – Haraldur Benediktsson
Landssamband íslenskra útvegsmanna – Sveinn Hjörtur Hjartarson
Opnar umræður:
Hvernig tökumst við á við kreppuna og byggjum upp öflugt atvinnulíf í sátt við samfélag og umhverfi?
Vísinda og tækniráð – Guðrún Nordal Vísindanefnd og Þorsteinn Ingi Sigfússon Tækninefnd
Niðurstöður Sprotaþings – Davíð Lúðvíksson frá Samtökum iðnaðarins
Upplýsingatækni – Þórólfur Árnason
Viðskiptaráð – Finnur Oddsson
Opnar umræður:
Hver eru brýnustu verkefnin framundan?
Á meðal þátttakenda í opnum umræðum eru: Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Halla Helgadóttir Hönnunarmiðstöð Íslands, Guðmundur Gunnarsson Rafeindasambandi Íslands, Inga Hlín Pálsdóttir Útflutningsráði, Sif Vígþórsdóttir Norðlingaskóla, Páll Ásgeir Davíðsson Eþikos, Ólafur Páll Jónsson heimspekingur, Hjálmar Gíslason frumkvöðull, María Ellingsen leikkona.
Fundarstjórn: Dagur B. Eggertsson formaður stýrihóps 20/20 Sóknaráætlunar.
Birt:
Tilvitnun:
Forsætisráðuneytið „Sóknaráætlun fyrir Ísland“, Náttúran.is: 25. janúar 2010 URL: http://nature.is/d/2010/01/25/soknaraaetlun-fyrir-island/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. janúar 2010