Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld voru tekin fyrir hættuleg og tilbúin efni í neysluvörurm. Rætt var við Brynhildi Pétursdóttur ritstjóra Neytendablaðsins sem lýsti vel stöðu mála og sagði að hreinlætis- og snyrtivörur innihaldi oftar en ekki efni sem eru ekki einungis umhverfisskaðvaldar heldur hreint og beint hættulegir heilsu fólks.

Talið eru upp að ótilgreind ilmefni sem geta verið ofnæmisvaldandi séu oft í vörunum. Rotvarnarefni eins og Parabenar sem talin eru vera hormónarasakandi, einnig Methylparaben, Ethylparaben, Prophylparaben, Butylparaben, Isobutylparaben, Tisodium hreinsiefni og Triclosan bakteríudrepandi efni sem er umhverfisskaðvaldur.

Farið var í vettvangskönnun í eina verslun og skoðuð ein vörutegund, bossaþurrkur fyrir ungabörn, en útkoman úr þeirri könnun var sú að óæskileg efni voru í langflestum þurrkunum. Aðeins tvær tegundir voru lausar við skaðvaldana, báðar Svansmerktar vörur.

Niðurstaðan er að eina leiðin tll að sneiða hjá því að kaupa vörur með skaðlegum efnum væri að velja vörur með viðurkenndum umhverfismerkingum s.s. Evrópublóminu eða Svaninum. Sjá nánar um Svaninn og takið eftir tenglunum með ítarefni t.h. við greinina.Evrópublómið er ekki eins útbreytt merki hér á landi og merkt aðeins örfám vörum.

Eitt meginmarkmið vefsins Náttúrunnar er einmitt að upplýsa fólk um hvaða fyrirtæki virði umhverfis- og heilsuviðmið, framleiði og selji umhverfisvottaðar vörur og vörur með viðurkenndum umhverfismerkjum eins og norræna umhverfismerkinu Svaninum. Sjá Grænar síður þar sem Svansvottaðir aðilar á Íslandi og listi yfir Svansmerktar vörur á Náttúrumarkaði er að finna.

Nánar um löggjöfina:

Með nýrri löggjöf í Evrópusambandinu árið 1981, þurfti að skrá, ekki meta, öll efni sem voru framleidd og seld innan sambandsins. Sótt var um skráningu fyrir 100.106 efni. Talið er að í dag séu allt að 70.000 efni í notkun í löndum Evrópusambandsins og þar af um 30.000 sem eru framleidd í meira magni en eitt tonn per fyrirtæki og ár. Þar af hafa um 5% farið í gegnum einhverskonar hættumat. Þekking okkar á áhrifum efna á umhverfi og heilsu er því enn af mjög skornum skammti. Strangari reglugerði var gefin út af Evrópusambandinu í fyrra en enný á rata efni á markað því til að banna efni í vörur þarf að vera hægt að sanna að þau séu skaðvaldar. Sjá nánar um viðmið Náttúrunnar fyrir hættuleg og tilbúin efni.

 


Birt:
7. janúar 2008
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Náttúran.is vísar veginn að umhverfisvottuðum vörum“, Náttúran.is: 7. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/07/natturan-visar-veginn-ao-umhverfisvottuoum-vorum/ [Skoðað:3. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. janúar 2008

Skilaboð: