Hvað er náttúra?
Náttúra í víðasta skilningi þess orðs nær til hins náttúrlega umhverfis, efnisheimsins og þeirra náttúrulögmála sem þar gilda. Náttúra vísar til þeirra fyrirbæra sem er að finna í hinu náttúrulega umhverfi og einnig til lífsins sjálfs. Hugtakið náttúra á yfirleitt ekki við um framleidda hluti eða uppbyggð samfélög manna. Náttúran er einnig yfirleitt aðgreind frá hinu yfirskilvitlega. Náttúran nær frá örsmárri veröld atómsins til ómældrar víðáttu alheimsins.
Orðið náttúra kemur af latneska orðinu natura sem þýðir innra eðli hluta. Náttúra er í daglegu tali notuð um ósnortin svæði, villt dýr, grjót, skóga, strendur og almennt séð um alla þá hluti sem ekki er búið að umbreyta eða skaða með afskiptum mannsins. Yfirleitt er gerður greinarmunur á milli þess sem er náttúrulegt og þess sem er tilbúið og framleitt af manninum.
Birt:
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Hvað er náttúra?“, Náttúran.is: 6. september 2010 URL: http://nature.is/d/2007/04/16/hva-er-nttra/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. apríl 2007
breytt: 27. maí 2011