Saga Medica ehf gerði í dag samning um dreifingu á vörum sínum í Norður Ameríku og Bretlandi en fyrirtækið hefur um langt skeið stefnt að því að koma vörum sínum á framfæri á erlendum mörkuðum. Vörurnar verða í smásölu á netinu en hvannartöflurnar SagaPro verður fyrsta varan til að fara formlega í dreifingu og sölu í Bandaríkjunum. SagaPro hvannartöflur eru fyrir miðaldra og eldri menn sem hafa góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli.

Á Náttúrumarkaðinum hér á vefnum getur þú keypt fjórar vörurtegundir frá SagaMedica og fengið þær sendar beint heim að dyrum, þ.e. Voxis hálstöflur, Angelica hvannartöflur, Angelica hvannarveig og SagaPro hvannartöflur.

Sjá Saga Medica hér á Grænu síðunum.

Birt:
12. nóvember 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Saga Medica í útrás“, Náttúran.is: 12. nóvember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/12/sagamedica-i-utras/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: