hreinlætisvörur hreinlætisvörur kaffivél örbylgjuofn frystivara kælivara eldhúsborð eldhúsborð vaskur blóm vefnaðarvörur frystir ísskápur uppþvottur bakaraofn og vifta bökunarofn og vifta hreinlætisvörur blöndunartæki rafmagnsinnstunga matvinnsluvél kryddhilla eldhúsinnrétting brauð pottar og pönnur þurrvara kaffi & te Mikið hefur verið í umræðunni að undanförnu í hvaða málmum best er að elda eða baka mat. Ál er ekki talið ákjósanlegt efni. Teflon mun geta eitrað matinn. Pottjárn er talinn öruggur kostur. Stál-pottar og pönnur með sérstökum lagskiptum botni eiga að gera vatn næsta ónauðsynlegt við suðu og fitu við steikingu. Slíkir pottar og pönnur hafa þó þann galla að vera mjög dýrir og það er því ekki á allra færi að eignast þá. Ágætis lausn eru þykkir og góðir pottar og pönnur úr pottjárni. Þeir eru svo sterkir að þeir geta enst út lífið, sé vel hugsað um þá. Einnig ljá þeir matnum góðan skammt af járni sem oft er hörgull á í fæðunni. Glerpottar og eldföst mót úr leir eru einnig talin vera mjög góð lausn.
Út frá sjónarmiði orkusparnaðar:
  • Best er að nota þá stærð af potti sem þú þarft hverju sinni og velja þá hellu sem passar þeim potti.
  • Velja skal potta sem snerta eldavélarhelluna allan hringinn.
  • Það skiptir máli að loka pottinum meðan á suðu stendur.
  • Best er að nota ekki meira vatn á matinn en þú þarft til þess að sjóða hann.
Birt:
12. janúar 2011
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Pottar og pönnur“, Náttúran.is: 12. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2008/08/12/pottar-og-ponnur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 12. ágúst 2008
breytt: 2. maí 2014

Skilaboð: