Jólabasar Waldorfskólans Lækjarbotnum
Hinn vinsæli jólabasar Waldorfskólans í Lækjarbotnum verður haldinn nú á laugardaginn þann 26. nóvember, klukkan 14:00 - 17:00. Í boði eru handgerðir hlutir úr náttúrulegum efniviði unnin af nemendum skólans og aðstandendum þeirra. Má þar nefna t.d. jólaseríur, púsl, dúkkuhús, dúkkur, rótarbörn, dverga, ávexti og grænmeti, kúluspil, ýmislegt annað þæft handverk og tréleikföng. Basarinn er árlega viðburður til styrktar starfsemi skólans og kjörið tækifæri til að versla fádæma falleg leikföng í jólapakkana. Einnig er kökubasar og kaffisala. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Á myndinni eru nokkur börn úr öðrum til þriðja bekk að ljúka við ávaxta- og ostaframleiðsluna í ár.
Ljósmynd: Sólveig Þorbergsdóttir
Birt:
24. nóvember 2005
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólabasar Waldorfskólans Lækjarbotnum“, Náttúran.is: 24. nóvember 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/jolabasar_waldorfs/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 4. maí 2007