Svona sparar þú orku í eldhúsinu - Eldavélin
- Setja skal lok á pottana til þess að hitinn gufi ekki upp. Bara þetta minnkar orkunotkunina um 1/3.
- Nota skal minnsta pottinn og minnstu helluna.
- Velja skal flatbotna pönnur sem snerta helluna allan hringinn.
- Ekki borgar sig að sjóða matinn meira en nauðsyn krefur og slökkva skal á hellunni nokkrum mínútum áður en suðu lýkur.
- Best er að slökkva á viftunni ef hún er ekki í notkun.
Þegar þú fjárfestir í eldavél borgar sig til lengri tíma litið að kaupa tæki sem er á skala A, A+ eða A++ Evrópska orkumerkisins eða er merkt orkunotkun á annan sambærilegan hátt, t.d. Energy Star. Þessir ofnar eru betur einangraðir og nota 20% minni orku en aðrir ofnar. Aðeins 6% af orkunni í bökunarofninum fer í að hita upp matinn. Afgangurinn fer í að hita upp mörg kíló af stáli og lofti inni í ofninum. Best er að kaupa ofn sem hreinsar sig sjálfur. Blástursofnar eru einnig betri en venjulegir ofnar þegar blásturinn er hafður á.
Elhústæki eru því miður komin í hóp tískuvara og margir skipta um eldhúsinnréttingar og tækin með á nokkurra ára fresti. Þar er gríðarlega neikvæð þróun út frá umhverfissjónarmiði.
Hafa skal eftirfarandi í huga:
- Best er að nota blásturinn í blástursofninum.
- Betra er að baka meira en einn hlut í ofninum á sama tíma.
- Kjöthitamælir segir nákvæmlega fyrir um hvenær kjötið er tilbúið, sé hann notaður.
- Best er að nota sjálfhreinsunina í ofninum strax eftir bakstur.
- Best er að slökkva á ofninum nokkru áður en bökunartíminn rennur út og láta afgangshitann vinna verkið.
Með því að smella á aðra hluti á myndinni af eldhúsinu hér að ofan birtast upplýsingar um þá.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúran er „Svona sparar þú orku í eldhúsinu - Eldavélin“, Náttúran.is: 6. ágúst 2011 URL: http://nature.is/d/2008/02/13/svona-sparar-thu-orku-i-eldhusinu-eldavelin/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. febrúar 2008
breytt: 7. ágúst 2011