Í gær var í 10 fréttum á RÚV fjallað um hóp sem Hafdís Bjarnadóttir stofnaði nýverið á Facebook en þar er fólki boðið að taka þátt í að skiptast á mat. Það getur komið sér vel að geta skipst á mat, fengið eitthvað sem maður kann ekki að elda sjálfur, leyft öðrum að njóta þess sem maður hefur of mikið af og kynnast fólki í leiðinni. Að deila með sér getur einnig verið mikill gleðigjafi í sjálfu sér.

Samsvarandi hugmynd og reyndar útfærð vefsíða sem nýtur hylli út um allan heim er Shareyourmeal.net an þar er hægt að skrá sig og komast í samband við nágranna sína til að skiptast á mat. Reiknað er með að fólk greiði fyrir hráefniskostnað í því kerfi.

Í íslenska matarbýttihópnum á Facebook er aftur á móti um hrein skipti að ræða, matur gegn mat.

Sjá matarbýttihópinn á Facebook, en til að komast í hann verður að senda viinarbeiðni til Hafdísiar Bjarnadóttur.

Sjá Shareyourmeal.net.

Birt:
21. janúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Matarbýtti hér og út um allan heim“, Náttúran.is: 21. janúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/01/21/matarbytti-her-og-ut-um-allan-heim/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: