Jólamatarmarkaður í Hörpu um helgina
Þriðja árið í röð heldur ljúfmetisverslunin Búrið sinn sístækkandi og gómgleðjandi jólamatarmarkað í Hörpu helgina 14. - 15 des. frá kl. 11:00 - 17:00.
Rúmlega fimmtíu framleiðendur og bændur frá öllum landsfjórðungum koma saman í Hörpunni til að selja og kynna vörur sínar og framleiðslu. Fjölbreytt úrval ljúfmetis hefur aldrei verið meira og hægt verður að krækja sér í eitthvað gómsætt og sérstakt til matar yfir hátíðirnar en einnig aðventusnarl, jólagjafir og möndlugjöf svo eitthvað sé nefnt!
Markaðurinn er haldinn í tilefni af hinum alþjóðlega Terra Madre degi. Það eru Slow food samtökin sem standa að þeim degi og vilja með honum vekja athygli á ferskri og hreinni matvöru um allan heim.
Birt:
10. desember 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólamatarmarkaður í Hörpu um helgina“, Náttúran.is: 10. desember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/12/10/jolamatarmarkadur-i-horpu-um-helgina/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.