Eru jarðstrengir raunverulegur kostur?
Landvernd efnir til tveggja opinna funda um samanburð Metsco Energy Solutions í Kanada á tæknilegri þróun jarðstrengja og kostnaði við loftlínur á Íslandi. Þórhallur Hjartarson, rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri hjá METSCO kynnir niðurstöðurnar.
Fundirnir verða sem hér segir:
13. nóvember kl. 12 í Norræna húsinu í Reykjavík.
14. nóvember kl. 20 í Miðgarði í Skagafirði.
Dagskrá fundanna:
- Þórhallur Hjartarson rafmagnsverkfræðingu og framkvæmdastjóri hjá METSCO Energy Solutions Inc. í Kanada*.
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar.
Fundarstjóri í Reykjvaík er Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við HÍ.
Með þessu vill Landvernd opna umræðu um það hvort jarðstrengir séu raunverulegur valkostur á móti loftlínum við uppbyggingu í raforkuflutningskerfinu á Íslandi, sérlega hvað varðar kostnað og tæknileg atriði.
*Sjá skýrslu Metsco sem lögð var fyrir Alþingi.
Birt:
Tilvitnun:
Landvernd „Eru jarðstrengir raunverulegur kostur?“, Náttúran.is: 11. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/11/11/eru-jardstrengir-raunverulegur-kostur/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 5. október 2014