Árstíðirnar settar fram á einu tré
Linda Ólafsdóttir myndskreytir hefur málað stórsnjalla mynd af tré þar sem árstíðirnar og þar með árið allt er sett fram á einu tré. Hugmyndin að myndinni vaknaði þegar að ung dóttir hennar var að reyna að átta sig á hve langt væri í afmælið sitt.
Þann 31 desember í fyrra spurði Lára dóttir mín hvað myndi ske á næsta ári.
Eftir á sá ég næstum eftir að hafa sagt henni að þá yrði hún 5 ára.
1. janúar spurði hún „Hvenær er afmælið mitt?“
2. janúar spurði hún „Hvenær er afmælið mitt?“
3. janúar spurði hún „Hvenær er afmælið mitt?“
...ég reikna með að þú vitir hvað fylgdi í kjölfarið. Ég held að Lára hafi spurt mig á hverjum einasta degi, í langan tíma og síðan nokkrum sinnum í viku eftir það frá janúar og til 21. júlí, þegar hún varð loks 5 ára. Í heila 6 mánuði reyndi hún að gera sér grein fyrir því hve lengi hún þyrfti að bíða eftir stóra deginum.
„Hvenær er afmælið mitt?“
„Í júlí“ sagði ég
„Hvenær er júlí“
„Sko, nú er febrúar og það er vetur. Við þurfum að bíða þar til sumarið kemur“.
Á Íslandi höldum við sumardaginn fyrsta hátíðlegan í lok apríl (ég hefði gleymt því).
Í apríl:
„Er komið sumar?“
Það snjóar ennþá.
„Já, svolítið“
„Er afmælið mitt komið?“
„...sko...afmælið þitt er um mitt sumar, við þurfum að bíða svolítið lengur, mér þykri það leitt“
„Svo ég gerði þessa mynd og lét prenta hana svo allir sem ekki geta varla beðið eftir afmælinu sínu. Ég vona svo sannarleg að það geri það aðeins auðveldara (líka fyrir foreldrana) að gera sér grein fyrir mánuðunum og hve löng biðin er með því að sjá það myndrænt hve langt er í afmælismánuðinn þinn.
Til hamingju með afmælið!
* Veggmyndin fæst í stærðinni A3 (29,7 x 42 cm) og er til bæði á íslensku og ensku. Panta hér.
Linda verður með opna vinnustofu þ. 30. nóvember og verður þá hægt kaupa veggmyndina beint hjá henni.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Árstíðirnar settar fram á einu tré“, Náttúran.is: 9. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/11/09/arstidirnar-settar-fram-einu-tre/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.