Jólabasar Waldorfskólanna í Lækjarbotnum
Uppi á milli fjalla í Lækjarbotnum (Kópavogi) munu Waldorfleikskólinn Ylur og Waldorfskólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar þann 16. nóvember n.k. kl. 12:00 - 17:00.
Nemendur, foreldrar og starfsfólk hafa lagt alveg gríðarlega vinnu síðast liðna mánuði við að undirbúa þennan dag. Í huga barnanna, stórra og smárra, er þetta einn af stærstu dögum skólaársins.
Margt fallegt er í boði, bæði í umhverfi og stemningu. Boðið er upp á brúðuleikhús þar sem nemendur stjórna brúðunum en einnig er tengt við söng og hljóðfæraleik. Hægt er að fá sér kaffi og meðlæti með hefðbundnum hætti eða ef þú sem fullorðinn færð fylgd með barni þá áttu þess kost að kaupa þér góðgæti í barnakaffihúsinu þar sem nemendur ráða ríkjum. Pakkar eru veiddir í tjörninni, tekið þátt í happdrætti og allir skemmta sér saman. Í bakaríinu og skemmunni logar eldur í ofninum og þar er boðið upp á eldbakaðar pizzur og fleira góðgæti sem eldri nemendur hafa útbúið.
Að auki höfum er ýmislegt til sölu eins og jurtasalt sem bæði foreldrar og starfsfólk hafa lagt grunn að í sumar og hið frábæra jurtaapótek með te, olíur, sápur og fleira.
Einnig er handverk sem unnið er í sátt og samlyndi við náttúruna. Refir, englar, fingurbrúður, smíðatól úr ull, þverslaufur, sérvaldar og landsþekktar ljósaseríur úr pappír, luktir, bývaxkerti, kertastjakar og ýmislegt annað sem bæði er unnið í járnsmiðju skólans og einnig úr timbri sem unnið er í aðstöðu hjá smíðaverkstæðinu Ásgarði sem er „vinur“ Waldorfskólans.
Sjón er sögu ríkari!
Ljósmyndir: Örfá dæmi um úrval handverks á jólabasarnum í ár.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Jólabasar Waldorfskólanna í Lækjarbotnum“, Náttúran.is: 4. nóvember 2013 URL: http://nature.is/d/2013/11/04/jolabasar-waldorfleikskolans-i-laekjarbotnum/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.