Áskorun frá Hraunavinum
Hraunavinir skora á almenning að taka þátt í meðmælum með Gálgahrauni og gegn eyðileggingu þess. Í tilkynningu frá Hraunavinum segir „Nú er að duga eða drepast“ og „nú er ljóst að einn af þeim stöðum sem fer undir veginn er álfakletturinn Ófeigskirkja“.
Hraunavinir hvetja fólk til að mæta í orustuna fimmtudaginn 31. október kl. 12:30 og verja hraunið frekari eyðileggingu að óþörfu.
Ljósmynd: Grafa í Gálgahrauni, af vef Hraunavina
Birt:
30. október 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Áskorun frá Hraunavinum“, Náttúran.is: 30. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/30/askorun-fra-hraunavinum/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.