Byggjum á grænum grunni er yfirskrift ráðstefnu fyrir þátttakendur í verkefninu Skólum á grænni grein, Grænfánaverkfni Landverndar sem haldin er á vegum Landverndar á morgun föstudaginn 11. október 2013 kl. 8:00-16:00 í Kaldalóni í Hörpu.

Dagskrá:

8:00 Skráning við Kaldalón (á fyrstu hæð Hörpu)

8:30 Setning ráðstefnu, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis og auðlindaráðherra

I. hluti. Endurskoðun verkefnis og áherslur Landverndar til næstu þriggja ára
Starfsfólk Landverndar kynnir endurskoðun verkefnisins sem fram fór sl. vetur í samvinnu við þátttökuskóla og stýrihóp verkefnisins. Á grundvelli hennar hafa markmið og aðgerðaráætlun verið mótuð til næstu þriggja ára.

8:45 Endurskoðun, nýr gátlisti, markmið og aðgerðaáætlun, gerð gagnagrunns um árangursrík verkefni, mat á árangri verkefnisins, nýtt verkefni um vistheimt

10:00 Kaffi

II. hluti. Málstofur um ákveðin viðfangsefni Skóla á grænni grein

Markmiðið með málstofunum er að auka þekkingu um nokkur valin þemu sem reynst hafa þyngri í vöfum en önnur. Í hverri málstofu munu sérfræðingar fjalla um viðkomandi viðfangsefni og í kjölfarið kynna valdir þátttökuskólar starf sitt á þessum sviðum.

10:40 Málstofurnar verða um:

I. Loftslagsbreytingar, Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur
a. Jón Stefánsson kennari í Hvolsskóla, Hvolsvelli
b. Hafdís Ragnarsdóttir kennari og verkefnisstjóri á menntavísindasviði Háskóla Íslands

II. Lýðræði og lýðræðislega þátttöku, Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri Þelamerkurskóla
a. Sigríður Guðmundsdóttir iðjuþjálfi í Þelamerkurskóla, Hörgársveit
b. Inga María Ingvarsdóttir leikskólastjóri og Ragnhildur Sigurðardóttir
aðstoðarleikskólastjóri í Leikskólanum Tjarnarseli, Reykjanesbæ
c. Sigríður Sverrisdóttir kennari í Grenivíkurskóla, Grýtubakkahreppi

III. Lífbreytileika, Snorri Sigurðsson líffræðingur hjá Reykjavíkurborg
a. Sigþrúður Jónsdóttir héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Suðurlandi
b. Kristjana Skúladóttir kennari í Melaskóla, Reykjavík

12:30 Matur

III. hluti. Innleiðing menntunar til sjálfbærni í skólastarf

13:30 Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarssonar

13:45 Linking Eco-Schools to the Curriculum – some ideas from Scotland, Kirsten Leask, Keep Scotland Tidy

14:30 Innleiðing menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi, Björg Pétursdóttir mennta- og menningarmálaráðuneyti

14:50 Kaffi

15:00 Sjálfbærnihefti, Sigrún Helgadóttir náttúrufræðingur og kennari 15:20 Samantekt úr II. og

III. hluta ráðstefnunnar – snarpar umræður 15:50 Lokaorð og ráðstefnuslit

Ráðstefnustjóri: HrefnaSigurjónsdóttirvaraformaðurLandverndar

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstarf í skólum. Hér á landi er verkefninu stýrt af Landvernd sem er aðili að alþjóðlegu samtökunum  Fee-Foundation for Environmental Education. Vorið 2002 voru þrír fyrstu Grænfánarnir dregnir að húni á Íslandi. Þátttökuskólar nú eru um 230 á öllum skólastigum.

Sjá nánar hvaða skólar taka þátt í verkefninu Skólar á grænni grein og hverjir hafa fengið Grænfánann hér á Grænum síðum.

Sjá nánar á vef Landverndar.

Til ráðstefnunnar eru skráðir um hundrað og tuttugu þátttakendur frá um eitt hundrað skólum.

Myndir: Efst, teikningar frá börnum í Grænfánaskóla. Neðst, Grænfáninn.

Birt:
10. október 2013
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Byggjum á grænum grunni – ráðstefna Skóla á grænni grein“, Náttúran.is: 10. október 2013 URL: http://nature.is/d/2013/10/10/byggjum-graenum-grunni-radstefna-skola-graenni-gre/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: