Bandaríska landbúnaðar- og efnatæknifyrirtækið Monsanto hefur dregið til baka umsóknir sínar um að fá að rækta nýjar, erfðabreyttar matjurtir innan Evrópusambandsins, en beiðnir þar að lútandi hafa verið til umfjöllunar innan sambandsins í nokkur ár.

Fyrirtækið hyggst í staðinn einbeita sér að því að rækta þar hefðbundnar matjurtir en tryggja um leið leyfi fyrir innflutningi erfðabreyttra matvæla sem ræktuð eru í Bandaríkjunum. Evrópusambandið hafði leyft ræktun á maístegund fyrirtækisins, MON-810, en Frakkland, Þýskaland og Ítalía bönnuðu ræktun hennar innan sinna landamæra með lögum. Þrátt fyrir almenna tortryggni gagnvart erfðabreyttum matvælum í álfunni er Evrópusambandið meðal stærstu kaupenda erfðabreyttra kornvara, og flytur inn meira en 30 milljón tonn af erfðabreyttu dýrafóðri árlega.

Birt:
19. júlí 2013
Höfundur:
Rúv
Tilvitnun:
Rúv „Monsanto gefst upp á ræktun í Evrópu“, Náttúran.is: 19. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2013/07/19/monsanto-gefst-upp-raektun-i-evropu/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: