Vallhumall [Achillea millefolium]

Lýsing: Jurtin er 10-50 cm há. Efst á stönglinum sitja blómin, margar körfur saman og mynda þéttan koll. Stöngullinn er seigur, hærður og á honum sitja stakstæð fín-fjaðurskipt blöð. Blómin oftast hvít, stundum bleik eða rauð. Algengur um allt land í þurrum jarðvegi.

Árstími: Takist áður en stöngullinn trénar. Júlí-ágúst. Vallhumall er bestur ef aðeins eru tekin blöðn sem vaxa snemma vors, áður en blómstilkur myndast. Það er þó miklu seinlegra og skilar sér ekki í verði.

Tínsla: Víða hægt að beita ljá við vallhumal-töku. Hafi fólk tilhneigingu til ofnæmis í slímhúð nefs, þarf það að forðast ryk af þurrkaðri jurtinni. Einnig er algengt að jurtin valdi húðkláða við snertingu, vísast er því að nota hanska við söfnun hennar.

Meðferð: Þurrkun.

Ljósmynd: Vallhumall, Guðrún Tryggvadóttir ©Náttúran.is.

Birt:
7. ágúst 2015
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Söfnun og meðferð vallhumals“, Náttúran.is: 7. ágúst 2015 URL: http://nature.is/d/2010/05/28/sofnun-og-medferd-vallhumals/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 28. maí 2010
breytt: 7. ágúst 2015

Skilaboð: