Gott skipulag auðveldar vinnuna við þvottinn til muna. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að taka þátt í a.m.k. að ganga frá sínum eigin fötum. Það eykur ábyrgð og sjálfstraust barnsins að koma fötunum sínum í þvott og kunna að ganga frá þeim á rétta staði. Ef álagið er aðeins á einni manneskju getur það verið mjög íþyngjandi.

Best er að þvottinum sé safnað saman á ákveðinn stað á heimilinu og skítugur þvottur rati strax í þvottakörfuna. Handtökin eru mörg við þvottinn, bæði við að flokka, setja í vélar, hengja upp, taka niður og ganga frá. Það er því mikilvægt að hafa rétta hæð á vélunum, vinnuborði og snúrum. Góð aðstaða í þvottahúsinu getur hjálpað mikið til. Þá er enn eftir að ganga frá í skápa og skúffur þar sem allt er yfirleitt í hinum ýmsustu hæðum og nægt svigrúm fyrir teigjuæfingar.

Birt:
1. júlí 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þvottur“, Náttúran.is: 1. júlí 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/21/vottur/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. júní 2007
breytt: 17. maí 2014

Skilaboð: